*

Matur og vín 21. desember 2017

Kokteill sem kaffiunnendur elska

Espresso Martini er einn vinsælasti kokteillinn um þessar mundir.

Þessi skemmtilegi vodka-martini kemur frá Marco á Thorvaldsen. Það er mikilvægt að nota espresso-kaffi úr vél til að ná fallegri froðu ofan á drykkinn en hann kemur úr því sem Ítalir kalla „crema“ í góðu espresso.

Uppskrift:

4 cl Finlandia vodka

2 cl Kahlúa

1 bolli espresso

dass af súkkulaði sírópi

Hellið öllu í kokteilhristara ásamt klaka. Hristið vel og hellið í Martini-glas. Skreytið með kaffibaunum.

Sjá nánar á heimasíðunni Vinotek.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is