*

Matur og vín 31. maí 2013

Kolagrillin sækja í sig veðrið

Gasgrill eru enn í miklum meirihluta af seldum grillum en meira er farið að bera á kolagrillunum en áður.

Kolagrillin eru að sækja í sig veðrið þessa dagana, segir Einar Long, framkvæmdastjóri Grillbúðarinnar, en samt sem áður velja um 90% viðskiptavina gasið fram yfir kolin í dag. „Það er gasgrillmenning á Íslandi,“ segir Einar sem bendir á að erlendir viðskiptavinir velji aftur á móti nær eingöngu kolagrill.

„Grillmenningin hér er þannigað það er grillað í öllum veðrum,“ segir Einar en að hans mati er mikilvægt að huga að því að velja grill sem henti íslenskum aðstæðum. Þá er ekki endilega gott að hafa laust lok á kolagrilli svo dæmi sé tekið.

„Það er sífellt að aukast,“ segir Einar um vinsældir kolagrilla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Grill  • Grillbúðin  • Einar Long