*

Matur og vín 1. mars 2014

Kolvetni og fita

Matur úr grófum korntegundum er betri en sá úr fínunnum.

Gunnar Sigurðsson læknir og Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði, skrifuðu áhugaverða grein í Morgunblaðið fyrir skömmu. „Þegar kemur að fitu og kolvetnum er áherslan öðru fremur á gæði og samsetningu frekar en magn hvors um sig,“ segir í greininni.

Hvað kolvetnin varðar þá mæla þau eindregið með grófum korntegundum á borð við hafra, heilhveiti og rúg í stað þeirra fínunnu.

„Heilsusamlega leiðin til að minnka kolvetni og fækka hitaeiningum er að borða sem allra minnst af sætindum, kökum, hvítu hveiti, kexi og sætum drykkjum.“