*

Menning & listir 19. janúar 2014

Koma Detroit Institute of Art til bjargar

Yfir 330 milljónum dollara hefur verið safnað til að reyna að koma í veg fyrir að safneign Detroit Institute of Arts verði seld.

Hópur góðgerðastofnana hefur safnað saman yfir 330 milljónum dollara til að reyna að koma í veg fyrir að safneign Detroit Institute of Arts verði seld. Í kjölfar gjaldþrots Detroit borgar fyrir nokkru hefur sprottið hávær umræða um að selja ætti hluta af safneigninni til að borga hluta af yfir 18 milljarða dollara skuld borgarinnar. 

Fjárhæðin sem safnaðist mun renna til ógreiddra lífeyrisskuldbindinga borgarinnar sem nema í kringum 3,5 milljarða Bandaríkjadollara. Markaðsvirði safneignarinnar var nýlega metið á bilinu 450 til 867 milljóna Bandaríkjadollara.