
Hvers vegna að sitja bara prúð(ur) og í engu stuði þó klukkan sé minna en tíu og þú bara í „vinnunni“? Gerðu nú eitthvað almennilegt og óvænt.
Hér koma nokkur hress ráð sem gætu kannski vísað þér veginn í átt að óvæntum hressleika á súrum vinnumorgnum:
- Taktu upp símtólið, talaðu hátt og snjallt í símann og segðu að þú ætlir að pantar þér FLUGMIÐA TIL FLÓRÍDA en þú viljir BARA vera á FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELI því þú ætlir sko að HAFA ÞAÐ FA-LOTT. Notaðu orð eins og „Krem de la krem“ og „eðal“ þegar þú leggur áherslu á lúxusinn sem þú vilt hafa á ferðalaginu. Síðan yfirheyrir þú starfsmanninn í gegnum símann svo allir heyri:
„Er ananas á morgunverðarhlaðborðinu?“
„Er sangrían ókeypis?“
„Þarf maður að tippa?“
„Hvað kostar bjórinn á veitingastöðum á Flórída?“
„Eru þykkir hvítir sloppar á hótelherberginu?“
„Fær maður handáburð á Saga Class?“
- Taktu heilgrillaðan kjúkling upp úr handtöskunni, settu hann á skrifborðið (hér skiptir máli að vera í opnu vinnurými) og nartaðu í hann. Ef einhver spyr, segðu að þú sért í þessu þarna lágkolvetnadæmi. Til að ítreka hvað kúrinn virkar vel vippaðu þér úr að ofan og hnyklaðu vöðvana.
Nánar er fjallað um leiðir til að koma vinnufélögunum á óvart áður en klukkan slær 10 í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.