*

Hitt og þetta 15. mars 2014

Komdu vinnufélögunum á óvart áður en klukkan slær tíu

Kjúklingur, grátur og listaverk eru góð tæki til að hressa aðeins upp á rólegheitin á skrifstofunni.

Lára Björg Björnsdóttir

Hvers vegna að sitja bara prúð(ur) og í engu stuði þó klukkan sé minna en tíu og þú bara í „vinnunni“? Gerðu nú eitthvað almennilegt og óvænt.

Hér koma nokkur hress ráð sem gætu kannski vísað þér veginn í átt að óvæntum hressleika á súrum vinnumorgnum.

- Komdu með málverk eftir Kjarval eða Scheving (má vera eftirmynd eftir Picasso) á vinnustaðinn og dragðu hamar og nagla upp úr veskinu. Eyddu öllum morgninum í að máta verkið hér og þar nálægt skrifborðinu þínu. Taktu góðan tíma í að stilla verkið af. Þegar verkið er komið á sinn stað og orðið þráðbeint skaltu setja í þig rúllur (karlar, þið setjið á ykkur silkiklút) og svo situr þú og vinnur með rúllur í hárinu/klútinn um hálsinn og Kjarval á veggnum og það kemur nákvæmlega engum við hvers vegna. Ef einhver spyr þig hvers vegna þá segirðu: „Varstu beðin(n) um að spyrja?“

- Farðu að gráta, alveg hágráta, við skrifborðið. Þegar vinnufélagarnir koma til þín, umhyggjusemin uppmáluð, sýnir þú þeim myndbandið sem þú ert að horfa á þar sem mús er étin af ketti (þú finnur þetta allt á youtube, ef þú finnur ekki kött að borða mús þá finnurðu ljón að borða antilópu). Öskraðu úr þér lungun og segðu að þú þurfir að fara heim að jafna þig.

Nánar er fjallað um leiðir til að koma vinnufélögunum á óvart áður en klukkan slær 10 í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Stuð  • Gleði  • Gaman  • Fjör  • Örvænting