*

Veiði 3. febrúar 2013

Kominn tími á að endurnýja veiðikortin

Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir skil á veiðiskýrslum síðasta árs og umsókn um endurnýjun á veiðikortum.

Eins og veiðimenn þekkja þá ber að endurnýja veiðikortin árlega og nú er sá tími ársins runninn upp þar sem skila ber veiðiskýrslum fyrir síðasta ár og sækja um nýtt kort. Umhverfisstofnun hefur lokið við að senda út lykilorð með tölvupósti til allra veiðikorthafa vegna skila á veiðiskýrslu og umsóknar um nýtt veiðikort.

Á vef stofnunarinnar kemur fram að einnig hafa verið sendar út veiðiskýrslur til þeirra aðila sem skila ekki inn rafrænt.

Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar.

Stikkorð: Skotveiði  • Veiðikort