*

Hitt og þetta 20. desember 2013

Kona fæðir barn um borð í flugvél

Kona fæddi barn um borð í flugvél rétt fyrir lendingu í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu.

Kona sem var komin um níu mánuði á leið fæddi barn um borð í flugvél flugfélagsins Wizz Air.

Flugvélin var á leið frá Valencia til Búkarest og voru nokkrar mínútur í lendingu þegar konan bað áhöfn um aðstoð. Hún var færð í öftustu röðina í flugvélinni þar sem læknir, sem var farþegi um borð, aðstoði við fæðinguna. 

Um leið og vélin lenti voru konan og barn hennar færð um borð í sjúkrabíl og flutt á sjúkrahús með hraði. Þeim heilsast báðum vel samkvæmt fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þar kemur einnig fram að barnshafandi konur eru hvattar til að ferðast ekki eftir 28. viku nema að læknisvottorð fylgi og ferðist alls ekki eftir 34. viku.

Þetta kemur fram í dag á The Telegraph.