*

Bílar 12. maí 2012

Konubíll ársins

Range Rover Evoque var á dögunum valinn konubíll ársins 2012.

Range Rover Evoque hefur verið valinn konubíl ársins 2012. Dómnefndin samanstóð af 20 konum frá 12 löndum sem allar eru bílablaðamenn.

Valið kemur varla á óvart. Land Rover, framleiðandi bílsins, hefur lagt mikla áherslu á að ná til kvenna við markaðssetningu á jeppanum. Meðal annars með því að láta Victoriu Beckham hanna sérstaka útgáfa fyrir bílasýninguna í Peking. Um það er fjallað í myndbandinu hér að neðan.

Í öðru sæti var nýi Þristurinn frá BMW og í þriðja sæti Audi Q3. Evoque kostar frá 8,5 milljónum hjá BL, umboðsaðila Land Rover á Íslandi.