*

Tíska og hönnun 21. maí 2013

Konungshöll í Toskana til sölu

Konungur Ítalíu, hertogar og systir Napóleons hafa öll búið fallegri höll sem nú er til sölu í Toskana á Ítalíu.

The Royal Villa of Marlia er ein af merkari höllum í Toskana héraði og er staðsett um átta kílómetra fyrir utan bæinn Lucca á Ítalíu.

Stíllinn yfir höllinni er neóklassískur og var eitt sinn heimili Elisa Baciocchi, prinsessu Lucca og Piombino, sem ríkti yfir Toskana héraði og var systir Napóleons.

Í gegnum tíðina hafa hertogar Toskana búið í höllinni og einnig Victor Emanuel II, fyrsti konungur sameinaðrar Ítalíu.

Höllin var gerð upp árið 1920 og þykir upprunalegi stíllinn hafa haldist alveg ótrúlega vel.  

Höllin er á 16 hektara landsvæði og eru lystigarðar um allt, hannaðir af Jacques Greber. Í görðunum eru útileikhús, kamillublómahaf, stöðuvatn, gosbrunnar, arabískur lystigarður, hof sem er tileinkað Guði skógarins, villa fyrir biskup og kapella, skógar og lækir.

Plönturnar á landareigninni eru margar hverjar sjaldgæfar en tegundirnar voru algengar á 17. öld. Höllin sjálf er á þremur hæðum en stór stigi tengir hæðirnar saman. Einnig er minni stigi fyrir þjónustufólk og lyfta.

Eignin samanstendur af þremur villum: aðalvillan sem er 1650 fermetrar, Klukkuvillan sem er 5000 fermetrar og villa biskupsins sem er 1800 fermetrar. Óskað er eftir tilboðum í eignina en nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir  • Toskana  • Lucca