*

Bílar 5. janúar 2013

Konungur lúxusjeppanna - fjórða kynslóðin

Range Rover hefur þróast mikið á þeim 43 árum sem hann hefur verið framleiddur.

Fjórða kynslóð Range Rover jepppans leit dagsins ljós á árinu og eins og við var að búast af þessum ókrýnda konungi lúxusjeppanna er hann hlaðinn flottum nýjungum og búnaði til að gera aksturinn ennþá skemmtilegri og þægilegri.

Jeppinn er með nýja loftpúðafjöðrun sem bæta á aksturseiginleika jeppans sem hafa þótt mjög góðir hingað til. Terrain Response drifbúnaðurinn hefur verið uppfærður og endurbættur sem og allur öryggisbúnaður.

Hönnunin á þessum nýja Range Rover er unnin af Gerry McGovern og sækir hann ýmis smáatriði í litla bróðurinn Evoque.

Framendinn er straumlínulagaðri, ljós og annað hannað þannig að loftmótstaðan sé sem minnst. Það eru þó engar róttækar útlitsbreytingar en flestu hefur verið breytt í innanrýminu sem er enn íburðarmeira.

Þá hefur jeppinn verið léttur um 320 kíló með því að láta ál leysa stál af. Með þessu nær jeppinn eyðslunni talsvert niður. Nýr Range Rover er í boði með tveimur V8 vélum er skila 375 og 510 hestöflum sem verður að teljast gott fyrir jeppa. 

Upphaf Range Rover jeppans.

Umfjöllunin um Range Rover birtist í Áramótum, tímariti Viðskiptaskiptablaðsins sem kom út 28. desember.

Stikkorð: Range Rover  • Áramót 2012