*

Hitt og þetta 29. september 2004

Konur hafa betri stjórn en karlar á tölvupóstinum

Samkvæmt nýrri könnun eru konur betri en karlar í því að hafa stjórn á tölvupóstinum sínum. Konur eru tuttugu mínútum lengri á hverjum degi við slíka vinnu og þær hafa einnig betri skipulag á pósthólfinu. Að því er fram kemur í danska Netmiðlinum ComOn náði könnunin til 500 stjórnenda hjá breskum fyrirtækjum. Að jafnaði hefur breskur karlmaður 444 bréf í pósthólfi tölvunnar sem bíða afgreiðslu en konurnar eru með 302 bréf - þrátt fyrir að þær taki á móti jafn mörgum tölvupóstssendingum á dag.

Helmingur kvenna kýs fremur að senda tölvupóst en hringja en 59% karlmanna tekur hins vegar símann fram yfir tölvupóstinn. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.