*

Hitt og þetta 25. júlí 2013

Konur að störfum í seinni heimstyrjöld - Myndir

Í seinni heimstyrjöldinni sönnuðu konur það enn og aftur að þær geta allt.

Í seinni heimstyrjöldinni þustu konur út á vinnumarkaðinn á meðan karlarnir börðust á vígvellinum. Fyrir stríð þótti undarlegt að konur ynnu í öðrum störfum en á sjúkrahúsum eða við skrifstofustörf og kennslu. Það breyttist hins vegar þegar stríðið skall á og fylla þurfti í skörð karlanna. Og það gátu þær leikandi létt eins og sjá má á litmyndunum í myndasafninu hér að ofan. 

Konurnar unnu við að smíða vopn og flugvélar. Á meðan eiginmenn þeirra börðust í stríðinu sinntu þær verksmiðjustörfum og sáu líka um heimilin. Enda konur. Og konur geta allt. 

Á vefsíðunni Buzzfeed má sjá fleiri myndir af konum í verkamannastörfum í síðari heimstyrjöld. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Konur  • Vopn  • Seinni heimstyrjöld  • Verksmiðjur