*

Sport & peningar 31. mars 2013

Kostnaðurinn við Kana

Erlendir leikmenn íslenskra körfuknattleiksliða fá alla jafna íbúð og bíl fyrir utan hefðbundin laun.

Erlendum leikmönnum sem koma hingað til lands að spila körfuknattleik er alla jafna útveguð íbúð, internettenging og bíll auk þess sem þeim er greidd laun.

Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins um erlenda leikmenn í íslenskum körfuknattleik og nýjar reglur á notkun liða á erlendum leikmönnum sem taka gildi á næsta leiktímabili.

Launin erlendu leikmannanna eru reiknuð í bandarískum dollurum og samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins þá er algengt að leikmenn sem koma hingað til lands að spila fái um 1.500 til 2.500 dollara á mánuði. Það samsvarar um 185-310 þúsund krónum á mánuði.

Algengt er að samningarnir gildi í um átta mánuði ef leikmenn spila heilt tímabil. Dæmi eru þó um að leikmenn hafi fengið bæði minna og meira greitt en þessar upphæðir sem hér eru nefndar.

Nánar er fjallað um málið undir liðnum Sport og peningar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.