*

Hitt og þetta 13. júlí 2005

Kostnaður við ólympíuleikana um 170 milljarðar króna

-samkvæmt tilboðinu sem tryggði London leikana

Ólympíuleikarnir í London árið 2012 munu kosta um 1,5 milljarð punda eða 170 milljarða íslenskra króna. Þar af munu ný íþróttamannvirki kosta 560 milljónir punda en inn í þeirri tölu eru 250 milljónir punda ólympíuleikavangur sem verður staðsettur í Lower Lea Valley. Íþróttaþorpið, þar sem íþróttamennirnir munu búa á meðan leikunum stendur, mun kosta 650 milljónir punda, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Hryðjuverkaárásir er eitthvað sem mun líklega vera áhyggjuefni í kjölfar sprenginganna í síðustu viku sem voru sprengdar innan við sólahring eftir að borginni var úthlutað leikunum. Upphaflega áætlaður kostnaður við öryggismál var 200 þúsund pund en það er nær helmingi lægri fjárhæð en á ólympíuleikunum í Aþenu á síðasta ári.

Ríkið mun leggja 800 milljónir til uppbyggingar á Lower Lea Valley auk þess sem 7 milljörðum verður varið í að bæta samgöngur. Hvorugur þessara þátta teljast til kostnaðar við ólympíuleikana þó þessar framkvæmdir tengjast leikunum beint.

Að sjálfsögðu koma einhverjar tekjur á móti þessum kostnaði. Þar á meðal koma tekjur af ólympíuhappadrættinu (1,5 milljarðar punda); sjónvarps- og markaðsstyrkjum frá alþjóðlega ólympíusamabandinu (560 milljónir punda); styrktar og auglýsingasamningum (450 milljónir punda); miðasölu (300 milljónir punda); leyfissamningum (60 milljónir punda); Þróunarsjóð Lundúna (250 milljónir punda); 20 punda aukaskatt á hvert heimili (625 milljónir punda).

9,6 milljónir miða

Það verða seldir 9,6 milljónir miða -- 8 milljónir fyrir aðalleikana og 1,6 milljónir fyrir ólympíuleika fatlaðra.

Aðstendur leikanna segja að 75% miðanna muni kosta minna en 50 pund auk þess sem þeir muni bjóða upp á fríar samgöngur innan London.

Reiknað er með að 82% miðanna muni seljast á ólympíuleikna en 63% miðana muni seljast fyrir ólympíuleika fatlaðra.

Lægsta miðaverð á leikana verður 15 pund en þó verður boðið upp á 20 þúsund 10 punda miða til að horfa á leikana á stórum skjá í ólympíugarðinum.

Gistiaðstaða

Ólympíuþorpið mun bjóða upp á 17.320 rúm og mun hver íþróttamaður fá minnst 16 fermetra gólfpláss.

Hver íbúð mun vera með sjóvarp, netaðgang og garð.

Matsalurinn getur tekið á móti 5.500 íþróttamönnum í einu.

Reiknað er með að 135 þúsund hótelherbergi verði í 50 km færi frá ólympíugarðinum en nú eru um 120 þúsund herbergi á þessu svæði.

Samgöngur

Íþróttamenn eiga að vera ekki að vera lengur en 20 mínútur á keppnisstað í 80% tilfella og 97% eiga ekki að vera lengur en 30 mínútur. Æfingaaðstaða á hins vegar í 93% tilvika að vera innan 30 mínútna færis frá íþróttaþorpinu. Undirbúningsnefndin stefnir að því að hafa minnst þrjár samgönguleiðir til og frá flestum viðburðum.

Það verða 9.000 bílastæði hjá Ebbsfleet þar sem áhorfendur geta komist í ólympíugarðinn á innan við 10 mínútum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is