*

Sport & peningar 23. júní 2020

KR og Valur líkleg til afreka

Íslandsmót efstu deilda meistaraflokka karla og kvenna er nýhafið og var kannað hvaða lið almenningur telur að beri sigur úr býtum.

Íslandsmót efstu deilda meistaraflokka karla og kvenna er nýhafið og var kannað hvaða lið almenningur telur að beri sigur úr býtum. Rétt innan við helmingur aðspurðra tók afstöðu.

Spurt var:

Hvert af eftirfarandi liðum telur þú að verði Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu árið 2020?

Hvert af eftirfarandi liðum telur þú að verði Íslandsmeistari karla í knattspyrnu árið 2020?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 5. til 15. júní 2020. Heildarúrtaksstærð var 1.590 og þátttökuhlutfall var 52,6%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Notkun á efni Þjóðarpúls Gallup og tilvitnun í það er heimil svo lengi sem heimilda er getið.

Íslandsmeistari kvenna

Af þeim sem taka afstöðu telja flestir að Valur verði Íslandsmeistari kvenna, eða hátt í þrír af hverjum tíu. Nær 23% telja að Selfoss verði Íslandsmeistari kvenna og hátt í tveir af hverjum tíu telja að Breiðablik standi uppi sem sigurvegari.

Íslandsmeistari karla

Af þeim sem taka afstöðu telja flestir að KR eða Valur verði Íslandsmeistari karla, eða hátt í fjórðungur. Um 16% telja að FH verði Íslandsmeistari karla og hátt í 13% telja að Breiðablik standi uppi sem sigurvegari.