*

Bílar 10. október 2016

Kraftalegur E-Class All Terrain

Mercedes-Benz frumsýndi nýjan E-Class All Terrain á bílasýningunni í París.

Mercedes-Benz frumsýndi nýjan E-Class All Terrain á bílasýningunni í París. Bíllinn er upphækkaður og með brettaköntum og hlífðarplötum að framan og aftan. Hann er einungis í boði með 4MATIC fjórhjóladrifinu og val er um 19 og 20 tommu felgur.

Til að aðgreina All Terrain bílinn frá hefðbundnum E-Class eru ál- og koltrefjafletir áberandi að innan og hann með því gerður grófari í útliti og hæfari í í akstur á erfiðari vegum. Mikið er lagt í innréttingu bílsins eins og venjan er hjá Mercedes-Benz og fær hann Avantgarde útgáfu E-Class. Til að byrja með mun Mercedes-Benz bjóða bílinn með 194 hestafla dísilvél sem einnig má finna í nýrri kynslóð hefðbundins E-Class. Með þessari öflugu dísilvél er E-Class All Terrain um 8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða og hámarkshraðinn er 232 km.

Stikkorð: Mercedes-Benz  • bílar  • nýr  • E-Class All Terrain