*

Hleð spilara...
Bílar 12. nóvember 2013

Kraftmesti lúxusbíll heims

Mercedes Benz frumsýnir í næstu viku 630 hestafla flaggskipið S 65 AMG.

Mercedes Benz mun frumsýna ofurútgáfu af S bílnum á bílasýningunni í Los Angeles í næstu viku. Bíllinn er kraftmesti bíll í heimi í sínum stærðarflokki, flokki stórra lúxusbíla.

Bíllinn heitir fullu nafni Mercedes Benz S63 AMG. Hann kemur með sex lítra V12 biturbo vél sem skilar 630 hestöflum (463kW) og ótrúlega hámarkstork, eða 1000 NM.

Ólíkt öðrum Mercedes Benz fólksbílum en hann tölvulæstur í  300 km hámarkshraða, í stað 250 venjulega.

Myndbandið hér að ofan er af litla bróður, S63 sem var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september. Munurinn á bílunum er ekki mikill að utan. Hann felst í kraftinum og verðinu. S63 er með 5,5 líta vél sem skilar 577 hestöflum.

Grunnverð bílsins er um 230 þúsund evrur í Evrópu, eða um 37 milljónir. 

Bíllinn er búinn öllum þeim tæknibúnaði sem er í boði í venjulegum S bíl, eins og hér má sjá. 

Stikkorð: Mercedes Benz  • Mercedes-Benz