*

Bílar 10. október 2012

Kraftmesti Mercedes Benz sem framleiddur hefur verið

Nýr SLS AMG rafmagnsbíllinn var frumsýndur í París á dögunum. Bíllinn er mun kraftmeiri en bensínútgáfan.

Mercedes Benz frumsýndi rafmagnsútgáfu af SLS AMG sportbílnum á bílasýningunni í París, sem lýkur um helgina.

Bíllinn er 740 hestöfl og togið er 737 NM sem gerir bílinn kraftmesta bíl sem bílaframleiðandinn hefur framleitt. Til samanburðar er bensínútgáfan af bílnum, SLS AMG 63 GT Roadster 591 hestafl og togið 650 NM.

Bíllinn er knúinn áfram af fjórum rafmangsmótorum, einum fyrir hvert dekk. Þótt aflið sé mun meira í rafmangsbílnum kemst bílinn, eins og aðrir rafmangsbílar, mun styttra á hleðslunni en bensínbíll á tánknum. SLS kemst um 250 kílómetra, sem er rétt rúmlega vegalengdin frá Reykjavík til Blönduóss.

Verðið er 573 þúsund dalir í Bandaríkjunum, um 75 milljónir króna.

Bílablað Viðskiptablaðsins kemur út á morgun. Þar verður fjallað um helstu nýjungar sem kynntar voru á bílasýningunni í París.