*

Bílar 2. september 2012

Kraftmikil lúxuskerra

Viðskiptablaðið reynslukeyrði nýjum Lexus GS. Hér er á ferðinni bíll sem liggur vel á miklum hraða.

Nýr Lexus GS 450h kom á markað í sumar og er af nýrri kynslóð japanska bílaframleiðandans en Lexus er eins og kunnugt er lúxusarmur Toyota. Þessi stóri lúxusbíll með Hybrid tækninni er einkar vel heppnaður og sameinar mjög góða aksturseiginleika, mikið afl og er á sama tíma frekar sparneytinn. Bílnum var reynsluekið í Þýskalandi og Austurríki nýverið.

Bíllinn hefur tekið allnokkrum breytingum frá fyrri gerð og þær eru nokkuð vel heppnaðar. Framendinn er kraftmikill og voldugur með LED-ljósum sem gera mikið fyrir útlitið.

Mér finnst hann sérstaklega flottur að innan, ekki síst í lúxusútgáfu bílsins sem reynsluekið var. Innanrýmið er mjög vel hannað og íburðurinn allsráðandi. Mér leið raunar eins og í Bentley.

Leðurklædd sætin eru sérstaklega þægileg og plássið inni í bílnum er mikið. Stór og fullkominn 13 tommu töluvskjár og Mark Levington hljóðkerfið í bílnum með 17 hátala gæðahljómi eru sér kapítular út af fyrir sig.

Róbert Róbertsson sér um reynsluakstur á bílum fyrir Viðskiptablaðið.

Hér má sjá stutt myndband af bílnum:

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út 30. ágúst. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Bílar  • Lexus GS 450h