*

Bílar 17. október 2013

Kraftmikill Kia cee‘d GT

Cee‘d GT er sportlegur og aflmikill bíll með 1,6 lítra bensínvél með túrbínu og 204 hestöfl.

Kia cee´d GT er sportútfágan af metsölubíl suður-kóreska bílaframleiðandans Kia cee‘d, sem selst prýðilega vel hér á landi. Cee‘d GT er sportlegur og aflmikill bíll með 1,6 lítra bensínvél með túrbínu og 204 hestöfl. Togið í  Kia cee´d GT er 265 Nm og hann er aðeins 7,7 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir mikið afl er vélin sparneytin og umhverfismild. 

Kia cee‘d GT skartar 18 tommu álfelgum, glerþaki, LCD sportmælaborði, Recaro sætum, fótstigum úr áli, LED ljósum, tvöföldu pústkerfi og sportfjöðrun. Bíllinn er talsvert frábrugðinn venjulegum Kia cee´d í útliti en hönnun hans er sportlegri bæði að utan sem innan. Innanrýmið þykir mjög vel heppanð þar sem efnisnotkun er vönduð og tækjabúnaður ríkulegur.

Bíllinn var teiknaður í hönnunarstúdíói Kia í Frankfurt í Þýskalandi en aðalhönnuður Kia er Þjóðverjinn Peter Schreyer sem á heiðurinn af flottri og endurhannaðri línu Kia bíla á undanförnum tveimur árum. Kia cee‘d GT er smíðaður í verksmiðju Kia í Slóvakíu. Bíllinn er nú kominn til Íslands og fæst hjá Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz á Íslandi.

Stikkorð: Kia