*

Menning & listir 20. ágúst 2013

Krimmakóngurinn Leonard látinn

Rithöfundurinn Elmore Leonard lést í dag. Hann var tæplega níræður.

Bandaríski rithöfundurinn Elmore Leonard lést í dag. Hann var 87 ára að aldri. Leonard var á meðal þekktustu rithöfunda landsins og liggja eftir hann 46 skáldsögur. Bók númer 47 var væntanleg á árinu. Á meðal þekktustu bóka hans, sem flestar voru krimmar og rötuðu á hvíta tjaldið, eru Get Shorty, Out of Sight, vestrinn 3:10 to Yuma og fleiri. 

Í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar um feril Leonard segir m.a. að hann hafi tekið upp pennann og skrifað vestra í fyrstu eftir að hann hætti störfum hjá auglýsingastofu á sjötta áratug síðustu aldar. Hann sagði í samtali við fréttastofuna í fyrra að hann ætli ekki að leggja pennan frá sér og hætta skrifum þrátt fyrir háan aldur þar sem hann hafi enn gaman af þeim. 

Hér má sjá tæplega tveggja ára gamalt viðtal við Elmore Leonard þar sem hann ræðir um skáldsagnaskrif sín.

Stikkorð: Elmore Leonard