*

Menning & listir 10. október 2014

Kristján í Gallery GAMMA

Gallery GAMMA opnaði í gær sýningu á nýjum verkum eftir myndlistarmanninn Kristján Guðmundsson.

Gallery GAMMA opnar í dag sýningu á nýjum verkum eftir myndlistarmanninn Kristján Guðmundsson.

Sýningin verður í tveimur köflum og fyrst verða sýnd ný „Túristaljóð“ sem er framhald af verkum sem Kristján gerði árið 1996 og byggjast á póstkortum sem prentuð hafa verið fyrir ferðamenn á Íslandi. Seinni kafli sýningarinnar verður svo opnaður 27. nóvember. Þá sýnir Kristján „Ólympískar teikningar“, verk sem ekki hafa áður verið sýnd á Íslandi.

Kristján er einn þekktasti myndlistarmaður Íslendinga á erlendri grundu en sýningarferill hans spannar um fjóra áratugi. Hann er talinn á meðal helstu frumkvöðla okkar á sviði hugmyndalistar og mínimalískrar myndlistar. Gallery GAMMA er staðsett í höfuðstöðvum sjóðstýringafélagsins GAMMA í Garðastræti 37 í Reykjavík.