*

Hitt og þetta 17. mars 2014

Kristján sker niður í árshátíðarmyndbandi

Kristján Þór Júlíusson leikur stórt hlutverk í árshátíðarmyndbandi 4. árs læknanema.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra leikur stórt hlutverk í myndbandi fjórða árs læknanema við Háskóla Íslands. Myndbandið er gert í tilefni af árshátíð nemanna. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, leikur líka stórt hlutverk.

Sagan í myndskeiðinu segir frá því þegar heilbrigðisráðherra kemur í heimsókn á spítalann og leggur til ýmis ráð til þess að spara í rekstri spítalans. Á meðal þess sem hann leggur til er betri nýting á kaffikorgi og minni lyfjagjöf. Sjón er sögu ríkari. 

Auk þeirra Kristjáns Þórs og Páls Matthíasonar taka læknar á Landspítalanum og læknanemar þátt í gerð myndbandsins.