*

Sport & peningar 15. september 2012

KSÍ með margfaldar tekjur annarra boltasambanda

KSÍ eyddi 13 sinnum meira í landsliðsverkefni en KKÍ á árinu 2011.

Þrjú af stærstu íþróttasamböndum Íslands, KSÍ, KKÍ og HSÍ búa við mjög mismunandi rekstraraðstæður. Stærsta sambandið, KSÍ, er með meira en áttfaldar tekjur KKÍ og rekstrarkostnaður KSÍ er einnig margfalt hærri en hjá KKÍ. 

Launakostnaður KSÍ er mun hærri en hjá hinum samböndunum en hann nemur um 114 milljónum króna, sem eru um
16% af rekstrarkostnaði KSÍ. Launakostnaður KKÍ er rúmlega 20 milljónir, tæpt 21% af rekstrarkostnaði, og launakostnaður
HSÍ rúmar 40 milljónir, sem eru rúm 22% af rekstrarkostnaði. Þá eyddi KSÍ 13 sinnum meira í landsliðsverkefni en KKÍ.

Mikill munur er á styrktartekjum sambandanna en styrkir til KSÍ nema rúmri 421 milljón króna. Af öðrum mikilvægum
tekjupóstum KSÍ má nefna sjónvarpsréttartekjur sem nema um 237 milljónum króna en hin samböndin hafa engar
slíkar tekjur. HSÍ fékk 148,9 milljónir króna í styrki en KKÍ einungis um 23,7 milljónir króna.

Leiðrétting: Í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn kom fram að styrkir HSÍ hefðu numið 133,9 milljónum króna á árinu 2011. Rétt tala er 148,9 milljónir króna en fyrri talan er frá árinu 2010. Um er að ræða framlög og styrki frá ÍSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu til viðbótar við tekjur vegna samstarfssamninga við aðra styrktaraðila.KSÍ

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

 

Stikkorð: KSÍ  • HSÍ  • KKÍ  • KSI