*

Ferðalög 26. janúar 2015

Kúba Kastrós kvödd

Ferðaskrifstofan Vita býður upp á skipulagða ferð til Kúbu í beinu flugi með Icelandair í lok febrúar.

Ásta Andrésdóttir

„Kúba er svo sannarlega einstakur áfangastaður. Við höfum boðið ferðir þangað í gegnum árin en þær lögðust af eftir efnahagshrunið. Okkur fannst tími til kominn að prófa það aftur. Það er ekki hlaupið að því að komast beint til Kúbu þar sem ekki er hægt að hafa viðkomu í Bandaríkjunum vegna viðskiptabannsins sem hefur verið í gildi undanfarin 50 ár eða svo,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir hjá ferðaskrifstofunni Vita sem býður skipulagða ferð þangað í febrúarlok, í beinu flugi með Icelandair og íslenskum fararstjórum.

„Það að Obama forseti hyggist nú taka upp viðskiptasamband við landið á nýjan leik eru gríðarlega mikil tíðindi. Landið mun allt opnast; skemmtiferðaskip munu til að mynda geta farið að leggja þar að bryggju og án efa mun verða sprenging í ferðamennsku. Eitt af því sem gerir Kúbu svo sérstaka og heillandi er einmitt það að allt hefur verið stopp svo lengi, margt er ansi hrörlegt og úr sér gengið. Til dæmis setja litríkir fornbílar svip sinn á eyjuna. Þess vegna er svo spennandi að heimsækja Kúbu einmitt núna, áður en allt fer að breytast.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Kúba  • Havana