*

Ferðalög 17. október 2013

Kubbalaga hótel um víða veröld

Fyrir fólk sem heldur upp á kubbalaga hönnun þá eru hótelin hér tilvalinn gististaður.

Hótelin sem The Telegraph tekur saman í skemmtilegri grein gætu ekki verið ólíkari en þau eiga eitt sameiginlegt: Þau eru öll kubbalaga. 

Hótelin eru til dæmis í miðjum skógi í Svíþjóð, hátt uppi í tré. Annað hótel er á strönd í Tælandi en það heitir Casa de la Flora og það samanstendur af 36 litlum kassalaga villum. Á St. Martins Lane hótelinu í London eru risastórir kassalaga gluggar frá lofti og niður í gólf og minnir hótelið helst á stóran rúbik-kubb. 

Öll hótelin má sjá hér í myndasafninu að ofan en greinina má finna hér

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hótel  • Gaman  • Lúxushótel
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is