*

Menning & listir 23. maí 2014

Kúlur Egils í Helsinki

Myndlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson opnar sýningu í Galerie Anhava í Helsinki í Finnlandi.

Galerie Anhava í Helsinki í Finnlandi opnaði í gær sýninguna „Balls“ eftir íslenska myndlistar- og tónlistarmanninn Egil Sæbjörnsson. Sýningin samanstendur af innsetningum eftir Egil sem blanda saman myndbandsupptökum og hljóði til að glæða umhverfið áður óþekktu lífi.

Í tilkynningu frá galleríinu finnska segir að „[Egill] rugli okkur rýminu, komi okkur á óvart og leiði okkur til vangaveltna um lífið og tilveruna með hætti sem bæði hann og við njótum. Verk hans eru háð upplifun okkar á þeim og krefjast hvorki leiðbeiningar né menntunar til þess að við getum notið þeirra.“ 

Egill er búsettur í Berlín í Þýskalandi og hefur sýnt verk sín víða í Evrópu, Asíu og í Bandaríkjunum.