*

Sport & peningar 28. júlí 2019

Kúrekarnir enn verðmætastir

Manchester United féll um fjögur sæti á lista yfir verðmætustu íþróttalið heims.

Bandaríska ruðningsliðið Dallas Cowboys er verðmætasta íþróttalið heims fjórða árið í röð samkvæmt lista Forbes og er liðið metið á fimm milljarða dollara. Í öðru sæti er hafnaboltaliðið New York Yankees, metið á 4,6 milljarða en liðið fór upp um þrjú sæti frá fyrra ári.

Í sætum þrjú og fjögur eru spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona, bæði metin á rúmlega fjóra milljarða dollara. Í fimmta sæti er NBA-liðið New York Knicks, metið á fjóra milljarða dollara. Í sjötta sæti er svo Manchester United, metið á 3,82 milljarða dollara en liðið féll um fjögur sæti frá fyrri lista en er þó eina enska liðið á topp 20