*

Heilsa 12. janúar 2015

Kvef þrífst í köldu nefi

Ónæmiskerfi mannsins er veikara þegar kalt er í veðri og því smitast fólk frekar við slíkar aðstæður.

Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að ónæmiskerfi mannsins sé veikara þegar kalt er í veðri og því eigi kvefveiran auðveldara með að smita fólk við slíkar aðstæður.

Þetta þýðir líka að veiran fjölgar sér meira og hraðar í nefinu en í líkamanum sjálfum, því venjulegt hitastig í nefi er um 33 gráður, en er 37 gráður í heilbrigðum líkama.

Í frétt BBC segir að þetta kunni að skýra það af hverju kvefpestin er algengari á veturna en á sumrin.

Stikkorð: Kvef