*

Menning & listir 16. júlí 2016

Kvikefni

Anna Rún heldur einkasýningu í Hverfisgalleríi sem opnar í dag, 16. júlí.

Eydís Eyland

Anna Rún Tryggvadóttir útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2004 og lauk mastersnámi í myndlist við Concordia háskólann í Montreal í Kanada árið 2014. 

Sýning Önnu Rúnar ber titilinn Kvikefni. Sýningin samanstendur af vatnslitaverkum og lifandi skúlptúr og vísar titill sýningarinnar i ferli myndanna sem draga upp sinn eigin söguþráð. Frásögnin er óræð og leitast listakonan við að miðla upplifun af ólínulegum tíma.

Sýningin opnar í dag kl 17:00 í Hverfisgalleríi, Hverfisgötu 4.