*

Menning & listir 20. september 2016

Kvikmynd um fjöldamorð Íslendinga

Baltasar Kormákur tekur þátt í framleiðslu á kvikmynd sem fjallar um fjöldamorð Íslendinga á böskum árið 1615.

Baltasar Kormákur tekur þátt í framleiðslu kvikmyndar um fjöldamorð Íslendinga á baskneskum hvalveiðimönnum árið 1615. Frá þessu er greint á vef Variety. 32 baskneskir hvalveiðimenn voru myrtir af Íslendingum á Vestfjörðum árið 1615.

Kvikmyndin ber nafnið Red Fjords og verður framleidd í samstarfi við Eduardo Carneros forstjóra fyrirtækisins Euskadi Movie AIE og Javier Lopez Blaco, forstjóra Tornasol Films.

Myndin Red Fjords er leikstýrð af baskanum Koldo Serra og fjallar um ævintýri Ishmael, sem heldur til Íslands til hvalveiða.

Í fyrra voru 400 ár liðin frá fjöldamorðunum.

Stikkorð: Baltasar Kormákur  • kvikmynd  • baskar  • fjöldamorð  • Red Fjords