*

Sport & peningar 23. júní 2015

Kylfusveinn með 200 milljónir í tekjur

Viðskiptatímaritið Forbes birtir lista yfir launahæstu kylfusveina í heimi.

Micah Fugitt, kylfusveinn golfarans Billy Horschel, er launahæsti kylfusveinn heims samkvæmt nýjum lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Nema tekjur hans síðasta árið litlum 1,57 milljónum dala, en fjárhæðin jafngildir um 208 milljónum íslenskra króna.

Það sést við yfirferð listans að starf kylfusveinsins gefur engin lúsalaun, í það minnsta fái maður starf hjá kylfingum á PGA-mótaröðinni. Þannig hafa allir tíu kylfusveinarnir á listanum yfir 600 þúsund dali í árslaun, jafnvirði um 80 milljóna króna.

J.P. Fitzgerald, kylfusveinn Rory McIlroy sem álitinn er besti kylfingur heims um þessar mundir, situr í öðru sæti listans með 1,48 milljónir dala í árstekjur. Þá er Ted Scott, kylfusveinn Bubba Watson, í þriðja sæti með 900 þúsund dali í tekjur.

Tíu launahæstu kylfusveinarnir

1. Micah Fugitt, 1,57 milljónir dala - Kylfingur: Billy Horschel 
2. J.P. Fitzgerald, 1,48 milljónir dala - Kylfingur: Rory McIlroy
3. Ted Scott, 900 þúsund dalir - Kylfingur: Bubba Watson
4. Gareth Lord, 725 þúsund dalir - Kylfingur: Henrik Stenson
5. Mark Fulcher, 720 þúsund dalir - Kylfingur: Henrik Stenson
6. Mike "Fluff" Cowan, 720 þúsund dalir - Kylfingur: Jim Furyk
7. Neil Wallace, 695 þúsund dalir - Kylfingur: Sergio Garcia
8. Andy Sanders, 680 þúsund dalir - Kylfingur: Jimmy Walker
9. Lance Bennett, 650 þúsund dalir - Kylfingur: Matt Kuchar
10. Craig Connelly, 625 þúsund dalir - Kylfingur: Martin Kaymer

Stikkorð: Forbes  • Kylfusveinar