*

Hitt og þetta 17. desember 2013

Lagði út á glæpabrautina til að eiga fyrir gúrmekattamat

Karlmaður í Japan braust inn á fjölda heimila og stal peningum og skartgripum til að geta gefið köttunum sínum fínt að borða.

Mamoru Demizu lagði út á glæpabrautina og stal næstum tvö hundruð þúsund dölum til að eiga fyrir gúrmekattamat. Hann braust inn í 32 hús og stal skartgripum og peningum til að geta gefið köttum sínum góðan og næringaríkan mat en kettirnir voru 128 talsins.

Demizu leyfði einum kattanna að búa á heimili sínu, tuttugu voru í vörugeymslu en hinir á flakki í kringum heimili hans. Hann gaf þeim ferskan fisk, kjúkling og aðra gúrmefæðu í matinn.

Demizu missti vinnuna árið 2011 en það stöðvaði hann ekki í að laða að sér fleiri ketti. Hann var vanur að keyra um á nóttunni á milli miðnættis og fjögur og gefa dýrunum lostætið úr bílnum sínum. Þangað til lögreglan handtók hann. 

Sjá nánar á The Gawker. 

Stikkorð: Kettir  • Rugl  • Svik og prettir