*

Menning & listir 25. júní 2014

Lágfiðla á fimm milljarða

Uppboði á Stradivari lágfiðlu lýkur þessa viku en áætlað er að hún muni seljast fyrir 5 milljarða íslenskra króna.

Á uppboði hjá Sotheby's og Ingles & Hayday hefur þáttakendum boðist að bjóða í Macdonal víólu Antonio Stradivari, frægasta fiðlugerðamanns allra tíma. En áætlað er að víólan muni seljast á 45 milljónir dollara, eða á fimm milljarða íslenskra króna.

Ef svo fer að víólan seljist fyrir þessa upphæð verður það metverð sem greitt hefur verið fyrir hljóðfæri og þrefalt hærra en núverandi metið sem voru 15,6 milljónir dollara, eða 3 milljarðar íslenskra króna, sem greiddar voru fyrir Stradivarius fiðlu árið 2011.

Hljóðfæri seljast ekki alltaf fyrir jafn háar upphæðir og áætlað er en miklar vonir eru bundnar við Macdonald hljóðfærið sem var smíðað árið 1719 vegna þess að um lágfiðlu er að ræða. Um hundruðir Stradivari fiðlur eru til en aðeins er vitað um tíu lágfiðlur og einungis tvær þeirra eru í höndum einkaaðila, ein er í Library of Congress í Washington og hin er þessi lágfiðla sem er til sölu um þessar mundir. Því verður áhugavert að sjá hvert kaupverð hennar verður.

Stikkorð: Sotheby's  • stradivari  • lágfiðla