*

Bílar 16. ágúst 2021

Lamborghini endurhannar Countach

Lamborghini hefur endurhannað Countach sportbíl til að fagna því að 50 ár eru liðin frá því bíllinn var upphaflega framleiddur.

Róbert Róbertsson

Lamborghini hefur endurhannað hinn fræga Countach sportbíl til að fagna því að 50 ár eru liðin frá því bíllinn var upphaflega framleiddur.

Countach þótti flottur sportbíll á áttunda og níunda áratugnum en hann var fyrst framleiddur árið 1971. Framleiðslu Countach var hætt 1990 en nú er hann sem sagt snúinn aftur. Nýi bíllinn er talsvert breyttur frá forveranum þótt sportlegar línurnar haldist að sumu leiti svipaðar. Countach LPI 800-4, eins og nýi bíllinn heitir fullu nafni, er líka með öflugra vopnabúr undir húddinu. Þar er að finna 6,5 lítra V12 vél og hybrid tækni sem skilar bílnum alls 803 hestöflum. Bíllinn er aðeins 2,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Hámarkshraði bílsins er 355 km/klst. Bíllinn er frekar léttur og vegur aðeins 1.595 kg.

Hinn nýi Countach vélina raunar frá Lamborghini Sian sportbílnum. Aðeins 112 Countach LPI 800-4 sportbílar verða smíðaðir af ítalska sportbílaframleiðandanum til að halda upp á 50 ára afmæli upprunalega bílsins.

Stikkorð: Lamborghini  • Countach