
Lamborghini Aventador sportbíll lenti í árekstri um síðustu helgi við Mözdu í Brooklyn í New York. Sportbíllinn var á mikilli ferð og brotnaði í sundur við áreksturinn.
Þó mörgum finnist mynd og myndbandið óhuggulegt þá er þetta ekki eins svakalegt og það sýnist.
Í sportbílnum er nefnilega sérstakt öryggisbúr, ekki ólíkt því sem er í formúlu 1 kappakstursbílum, sem hefur það hlutverk að koma í veg fyrir að farþegar slasist.
Margir fjölmiðlar hafa sagt að bílinn sé hannaður til að fara í sundur við árekstur sem þennan. Það er ekkert sem styður þá kenningu.
Bíll sem þessi kostar um 50 milljónir í Bandaríkjunum og myndi kosta um 100 hér á landi.