
Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini birti í fyrsta sinn opinberlega myndir af nýja ofurjeppanum frá fyrirtækinu sem verður kynntur á bílasýningunni í Peking á morgun. Jeppinn nefnist Urus í höfuðið á spænska nautinu.
Jeppinn er með 600 hestafla vél og að sögn bílaframleiðandans eyðslugrannasti bíllinn í sínum stærðarflokki.
Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á dögunum er þetta ekki í fyrsta sinn sem Lamborghini framleiðir jeppa. Aðeins voru framleiddir um 300 LM002 á árunum 1986-1993.
Viðtökurnar við jeppanum munu ráða því hvort hann fer í framleiðslu. Eins og sjá má á myndunum er hannmjög frámúrstefnulegur, bæði að innan sem utan.