*

Ferðalög & útivist 9. júlí 2013

Lampedusa á Ítalíu besta ströndin í Evrópu

Á lítilli eyju, mitt á milli Ítalíu og Líbýju, er strönd sem valin hefur verið sú besta í Evrópu af Tripadvisor.

Ströndin á eyjunni Lampedusa á Ítalíu hefur verið valin sú besta í Evrópu á Tripadvisor.

Fjölmargar fallegar víkur og klettar eru á suðurströndinni sem sjást best þegar siglt er meðfram eyjunni. Einnig er gamla höfnin þess virði að heimsækja.

Lampedusa er 12 kílómetrar að lengd og þrír kílómetrar að breidd og íbúar eru um 6000 þúsund. Eyjan er staðsett mitt á milli Sikileyjar og Líbýu. 

Á kvöldin í september skríða skjaldbökur á land og verpa eggjum. Þessu fylgjast náttúruverndarsinnar með og það vekur jafnan mikla athygli. Ströndin, sem er á suðurhluta eyjunnar, er með hvítum sandi og sjórinn er blágrænn og sést vel niður á botn og þykir því tilvalinn fyrir sund og köfun.

Eins og með alla góða staði þá er smá fyrirhöfn að komast til Lampedusa. Ekkert beint flug er frá Bretlandi og því þarf að fljúga fyrst til Palermo á Sikiley og þaðan til Lampedusa. Sjá nánar á The Telegraph

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Evrópa  • Strönd  • Tripadvisor