*

Bílar 15. apríl 2014

Land Rover frumsýnir nýjan tilraunajeppa

Nýr Discovery verður byggður á þessari hugmyndaútgáfu.

Breski bílaframleiðandinn Land Rover frumsýndi í gærkvöld hugmyndaútgáfu af Discovery jeppanum. 

Eftir velheppnað breytingar á Range Rover og Range Rover Sport hefur Discovery jeppinn setið eftir. Nýja hugmyndabílnum er ætlað að breyta því.

Hvort breytingin verður eins mikil eins og myndirnar gefa til kynna verður að koma í ljós, en fastlega má búast við nýjum Discovery eftir tvö til þrjú ár, en núverandi kynslóð kom á götuna árið 2009.

Frumsýningin fór fram á flugmóðurskipinu USS Intrepid sem hefur verið breytt í safn og liggur bundið við bakka Hudson árinnar við Manhattan í New York. Bílasýningin í New York hefst einmitt á föstudag.

Ómögulegt er að segja til um hvort afturhurðin opinist aftur þegar bíllinn verður tilbúinn til framleiðslu.

Bíllinn fékk mikla athygli blaðamanna í gærkvöldi.