*

Heilsa 16. október 2013

Langar setur heilsuspillandi

Seta í margar klukkustundir á dag er óholl. Og fyrir þá sem sitja allra lengst er ekki nóg að stunda líkamsrækt inn á milli.

Þetta er ekki góð frétt fyrir kyrrsetufólk en samkvæmt nýrri rannsókn styttir fólk líf sitt í allt að tvö ár með of mikilli kyrrsetu. Þetta kemur fram á BBC í dag

Samkvæmt rannsóknum, sem gerðar hafa verið, kemur í ljós að fólk situr í allt að tólf klukkustundir á dag og sefur að meðaltali í sjö klukkustundir á nóttu. Þetta gera því 19 klukkustundir af hreyfingarleysi á sólarhring.  

Flestir sitja fyrir framan tölvuna í vinnunni, sitja í bílnum á leiðinni í vinnuna og sitja í sófum eða stólum heima hjá sér. Og þó að fólk stundi líkamsrækt inn á milli þá er það ekki nóg þegar kyrrsetan er annars svona mikil yfir daginn.

Í greininni kemur fram að það hafi strax betri áhrif á heilsuna að hreyfa sig meira yfir daginn. Þá er til dæmis hægt að standa upp oftar á dag, ganga yfir til vinnufélaga í stað þess að senda tölvupósta eða jafnvel bara standa við skrifborðið.

Stikkorð: Heilsa  • Kyrrseta