*

Ferðalög 18. janúar 2013

Langar þig upp í bústað um helgina?

Haukur Guðjónsson hjá bungalo.is segir aðsókn í bústaði hafa aukist jafnt og þétt í gegnum tíðina.

Lára Björg Björnsdóttir

„Síðan er búin að vera í loftinu í tvö og hálft ár. Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt og þetta ár hefur byrjað mjög vel hjá okkur,“ segir Haukur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Bungalo.is. Á síðu fyrirtækisins er að finna skrá yfir sumarhús á öllu landinu. Þangað getur fólk leitað sem vill leigja sér sumarbústað.

„Í fyrstu voru bara Íslendingar sem voru að nýta sér þetta en nú hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mjög,“ segir Haukur.

Bústaðirnir eru flokkaðir á síðunni. Tekið er fram hvort barnarúm, grill, aðgengi fyrir hreyfihamlaða, heitur pottur og ýmislegt annað sé til staðar. 

Síðan er einnig mjög áhugaverð fyrir fólk sem nennir ekki út fyrir póstnúmerið 101 Reykjavík en hefur áhuga á að skoða allskyns bústaði. Eins og til dæmis þennan hérna, eða þennan hérna. Góða ferð!  

Stikkorð: Ferðalög