*

Sport & peningar 1. febrúar 2017

Lars Lagerbäck leiðir norska landsliðið

Fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins hefur samþykkt að leiða norska landsliðið.

Lars Lagerbäck, hinn sænski fyrrum landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tekið við landsliði Noregs.

Lagerbäck hefur verið landsliðsþjálfari sænska landsliðsins, þar sem hann hóf störf árið 1990, fyrst fyrir yngri flokka, en árið 2000 tók hann við A landsliðinu í Svíþjóð og kom hann því á heimsmeistaramótið árið 2002 en allt í allt kom hann liðinu á fjögur stórmót í knattspyrnu.

Árið 2010 tók Lagerbäck við landsliði Nígeríu en strax árið 2011 tók hann svo við því íslenska sem hann leiddi í frægðarför á Evrópumeistaramótið í Frakklandi í sumar.

Stikkorð: íslenska  • Lars Lagerbäck  • landsliðið  • norska