*

Tölvur & tækni 3. apríl 2012

Láttu Bubba hjálpa þér í golfinu

Nýtt apparat má nú nota til að glöggva sig á fjarlægð frá gríni og halda utan um tölfræði í golfinu.

Hlaupagikkir og líkamsræktarfrömuðir kannast eflaust við MOTOACTV græjuna frá Motorola, sem nota má til þess að fylgjast með hvernig miðar, bæði hvað varðar staðsetningu og atgervi.

Motorola hefur nú fengið Bubba Watson, þrefaldan PGA-meistara, til liðs við sig til hönnunar á sérstakri golfútgáfu af MOTOACTV.

Apparatið má nota til þess að glöggva sig á fjarlægðinni að gríninu eða hindrunum á brautinni, halda utan um tölfræðina og annað sem golfinu viðkemur, fyrir utan allt hitt sem fyrri útgáfur hafa gert svo vel. Þetta er tilvalin sumargjöf fyrir golfáhugamanninn.

Stikkorð: Bubba Watson  • MOTOACTV  • golf