*

Tölvur & tækni 1. september 2014

Láttu rafhlöðuna endast

Drýgja má rafmagnið til muna með einföldum aðgerðum.

Við finnum sjálfsagt mest fyrir því þegar snjallsímana þrýtur rafmagn á miðjum degi, enda eru þeir með smæstu rafhlöðurnar. Hið sama getur þó eins komið fyrir spjaldtölvur eða fartölvur, en það má drýgja rafmagnið til muna með ótrúlega einföldum aðgerðum.

1. Dragðu úr birtunni á skjánum.

Flest höfum við tilhneigingu til þess að láta skjáinn ljóma, en við komumst yfirleitt af með miklu minni birtu.

2. Settu flugvélastillinguna á ef sambandið er lélegt.

Símar og spjaldtölvur með símakort eyða miklu rafmagni í að leita að sambandi ef það er slitrótt og lélegt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Rafhlaða  • Rafhlöðutækni