*

Sport & peningar 31. maí 2012

Launakostnaður knattspyrnuklúbba aldrei meiri

Stærstu knattspyrnufélög heims hafa aldrei áður eytt jafn miklu í laun leikmanna samkvæmt úttekt Deloitte.

Um 70% af tekjum stærstu knattspyrnufélaga Englands voru notuð til þess að greiða laun leikmanna. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra, samkvæmt úttekt Deloitte og viðskiptavefur BBC fjallar um. Úttektin nær til tímabilsins 2010 til 2011.

Manchester United, sem sigraði deildina þetta tímabil, notaði um 46% af tekjum til þess að greiða laun. Hlutfallið hjá Manchester City var mun hærra eða 114%.

Að mati Deloitte er nauðsynlegt að snúa þróuninni við til þess að rekstur félaganna standi undir sér. Heildarlaun leikmanna úrvalsdeildarinnar hækkuðu um 201 milljón punda eða 14% milli ára. Upphæðin jafngildir um 40,6 milljörðum króna og nemur um 80% af auknum tekjum félaganna. Heildarlaun námu 1,6 milljörðum punda.

Stikkorð: fótbolti  • knattspyrna