*

Veiði 8. desember 2012

Lax nemur nýtt land í Efri-Selá

Eftir að opnaður var nýr fiskvegur í Efri-Selá árið 2010 er laxinn farinn að flytja sig á svæði þar sem hann hefur ekki áður verið.

Eftir að opnaður var nýr fiskvegur í Efri-Selá árið 2010 er laxinn farinn að flytja sig á svæði þar sem hann hefur ekki áður verið. Á vef Veiðimálastofnunar segir að á svæðinu fyrir ofan svokallaðan Efrifoss séu laxar komnir vel í áttina að hliðaránni Hrútá. Merktir voru ellefu laxar síðsumars í ár með útvarpssendum. Þrívegis hefur verið flogið yfir ána og fylgst með því hvar laxarnir eru og var efsti fiskur í ánni níu kílómetrum yfir Efrifossi. Segir í fréttinni að það hve hratt laxinn er að flytja sig upp eftir ánni sé framar vonum, því í samskonar merkingu í fyrra höfðu laxarnir aðeins farið fjóra kílómetra fyrir ofan fossinn.

Stikkorð: laxveiði  • Efri-Selá