*

Veiði 15. september 2013

Laxagengd fer ekki eftir reglustiku

Viðmælendur Viðskiptablaðsins eru ánægðir með stangaveiðisumarið. Hilmar Veigar veiddi lítið en var sjálfur veiddur upp úr á.

Enn á ný var veiðimönnum kennt að laxagengd og veiðiskapur fer ekki eftir reglustiku. Sem betur fer. Það árar vel og illa. Haldið ró ykkar næst þegar gefur á,“ segir Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, spurður um laxveiðisumarið sem brátt tekur enda. Óskar tekur í svipaðan streng og fjölmargir aðrir sem Viðskiptablaðið ræddi við um laxveiðina í sumar.

Víða lausar stangir
Árni Hauksson fjárfestir segir að sumarið hafi verið ansi gott, mikill fiskur í flestum ám þótt misjafnlega hafi gengið að fá hann til að taka fluguna. „Það sem stendur upp úr í mínum huga eftir sumarið er hversu víða voru lausar stangir með skömmum fyrirvara. Vonandi eru að verða straumhvörf í verðlagningu veiðileyfa þannig að hér eftir kosti það ekki hönd og fót að skreppa í laxveiði,“ bætir Árni við.

Andri Guðmundsson, framkvæmdastjóri HF verðbréfa, er einnig ágætlega sáttur við sumarið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: Laxveiði