*

Veiði 16. ágúst 2013

Laxinn í Elliðaám orðinn erfðablandaður

Forstjóri Veiðimálastofnunar segist lengi hafa varað við hættunni sem geti stafað af sjókvíaeldi.

Greinileg merki sjást um að göngur eldislaxa í Elliðaárnar hafi raskað stofngerð villta laxins sem þar var fyrir. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar og einn þeirra vísindamanna sem rannsakaði ánna, varar við hættunni sem getur getur stafað af sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir upp úr niðurstöðum rannsóknar Sigurður og fleiri að erfðablöndun við eldislax hafi raskað stofngerð villta Elliðaárlaxins og blendingar villtra laxa og eldislaxa greinast í ánum. Hann segir í samtali við blaðið helstu niðurstöðuna einfaldlega þá að varast beri erfðablöndun villts lax og eldislax með öllum ráðum enda líkur á að erfðablöndunin hafi stuðlað að hnignun villtu stofnanna.

Að rannsókninni komu auk Veiðimálastofnunar, Háskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Matís og Háskólinn í Idaho í Bandaríkjunum.

Stikkorð: Elliðaár