*

Veiði 16. maí 2014

Laxinn mættur í Kjósina

Feðgarnir frá Valdastöðum sáu fyrsta lax sumarsins í Laxá í Kjós og telja þeir að hann hafi verið 10-12 pund.

Það styttist óðum í að laxveiðitímabilið hefjist og ágætur vitnisburður um það er að nú hefur sést til fyrsta lax sumarsins í Laxá í Kjós.

Það voru feðgarnir Ólafur Helgi Ólafsson og Ólafur Þór Ólafsson frá Valdastöðum sem sáu laxinn í Laxfossi sunnudaginn 11 maí. Telja þeir að hann hafi verið um 10 til 12 pund og augljóslega nýrunninn.

Veiðifélagið Hreggnasi hefur verið með ána á leigu undanfarin ár og samdi á dögunum um leigu til næstu fimm ára. Á heimasíðu félagsins segir að venjulega sjáist til fyrsta laxins um 20. maí og því sé þetta í fyrra fallinu í ár. Veiði í Laxá í Kjós opnar 20. júní.

Stikkorð: Veiði